Tónlist

Rugluðust á Lauf­eyju og „Megan“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Laufey var glæsileg og yfirveguð á rauða dreglinum, þrátt fyrir misskilninginn.
Laufey var glæsileg og yfirveguð á rauða dreglinum, þrátt fyrir misskilninginn. Getty/WireImage/Frazer Harrison

Kurteisisleg viðbrögð Laufeyjar Línar Jónsdóttur við því þegar ljósmyndarar kölluðu hana „Megan“ á rauða dreglinum fyrir Golden Globe verðlaunahátíðina hefur vakið athygli erlendra miðla.

Golden Globe-hátíðin fór fram í gærkvöldi, þar sem kvikmyndin One Battle After Another og sjónvarpsþáttaröðin Adolescence komu, sáu og sigruðu.

Laufey mætti á hátíðina í glæsilegum kjól frá Balenciaga en þegar ljósmyndarar kepptust um að ná athygli hennar á rauða dreglinum með því að kalla nafn hennar þá hrópuðu þeir „Megan“ í stað „Laufey“.

Laufey brást yfirveguð við og sagði: „Ég heiti ekki Megan, svo ég veit ekki...“.

Erlendir miðlar hafa gert því skóna að ljósmyndararnir hafi ruglast á Laufeyju og Megan Skiendiel, sem tilheyrir poppgrúppunni Katseye. Þá geta þeir ummæla netverja, sem margir hafa hrósað Laufey fyrir að bregðast kurteisislega og yfirvegað við misskilningnum.

Megan Skiendiel er einn af meðlimum poppgrúppunnar Katseye, sem vann meðal annars til verðlauna á MTV Video Music Awards í fyrra.Getty/MTV/Bryan Bedder





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.