Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna 15. júní 2006 06:15 Hermaður í Írak Bandarískur hermaður við störf í Írak, en að baki hans gengur daglegt líf áfram sinn vanagang. Meirihluti aðspurðra í fimmtán löndum sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnum telja að stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafi gert heiminn ótryggari en áður var, og fer stuðningur Evrópubúa við George W. Bush Bandaríkjaforseta ört dvínandi. MYND/Nordicphotos/afp Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí. Erlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí.
Erlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira