Gengu út eftir ræðu Dagnýjar 11. júlí 2006 08:00 Dagný Jónsdóttir Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í ræðunni vakti Dagný athygli á með hvaða hætti Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og staldraði sérstaklega við skamman fyrirvara tilkynningarinnar. Sagði hún að á Íslandi teldust slík vinnubrögð ekki til góðra mannasiða, ekki síst þar sem Íslendingar hefðu verið banda- og stuðningsmenn Bandaríkjamanna í gegnum árin. Dagný tók málið fyrst upp í umræðum nefndar um efnhags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál. "Ég tók það upp í umræðum um öryggi orkuflutninga og benti á þá stöðu sem uppi væri í öryggismálum á Norður-Atlantshafi þegar Bandaríkjamenn færu héðan," segir Dagný. Bandaríkjamenn létu engin viðbrögð uppi eftir umræðurnar í nefndinni og vakti það athygli Dagnýjar þar sem þeir sögðu álit sitt á öllum öðrum umræðuefnum. Hún afréð því að taka málið upp að nýju á lokafundinum, en hann sátu fulltrúar allra 56 aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunarinnar. Viðbrögð frá Rússum, Kanadamönnum, Bretum og Norðurlandaþjóðunum létu ekki á sér standa, en enn heyrðist hvorki hósti né stuna frá Bandaríkjamönnum. "Hins vegar veit ég ekki hvort það var tilviljun, en þeir gengu úr salnum þegar ræðan mín var búin," segir Dagný og bætir við að málið sé neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn. Að sögn Dagnýjar deila nágrannaþjóðir okkar áhyggjum hennar og annarra af öryggi sjófarenda á Norður-Atlantshafi, enda eiga sjóflutningar eftir að aukast með tíð og tíma, ekki síst með frekari olíu- og gasvinnslu á norðurheimskautssvæðinu. Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í ræðunni vakti Dagný athygli á með hvaða hætti Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og staldraði sérstaklega við skamman fyrirvara tilkynningarinnar. Sagði hún að á Íslandi teldust slík vinnubrögð ekki til góðra mannasiða, ekki síst þar sem Íslendingar hefðu verið banda- og stuðningsmenn Bandaríkjamanna í gegnum árin. Dagný tók málið fyrst upp í umræðum nefndar um efnhags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál. "Ég tók það upp í umræðum um öryggi orkuflutninga og benti á þá stöðu sem uppi væri í öryggismálum á Norður-Atlantshafi þegar Bandaríkjamenn færu héðan," segir Dagný. Bandaríkjamenn létu engin viðbrögð uppi eftir umræðurnar í nefndinni og vakti það athygli Dagnýjar þar sem þeir sögðu álit sitt á öllum öðrum umræðuefnum. Hún afréð því að taka málið upp að nýju á lokafundinum, en hann sátu fulltrúar allra 56 aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunarinnar. Viðbrögð frá Rússum, Kanadamönnum, Bretum og Norðurlandaþjóðunum létu ekki á sér standa, en enn heyrðist hvorki hósti né stuna frá Bandaríkjamönnum. "Hins vegar veit ég ekki hvort það var tilviljun, en þeir gengu úr salnum þegar ræðan mín var búin," segir Dagný og bætir við að málið sé neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn. Að sögn Dagnýjar deila nágrannaþjóðir okkar áhyggjum hennar og annarra af öryggi sjófarenda á Norður-Atlantshafi, enda eiga sjóflutningar eftir að aukast með tíð og tíma, ekki síst með frekari olíu- og gasvinnslu á norðurheimskautssvæðinu.
Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira