Vegið að kókópuffs-kynslóðinni 19. júlí 2006 07:00 Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina. Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina.
Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent