Hindrar heimabankaþjófnað 21. júlí 2006 07:00 Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau. Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau.
Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira