Er afskaplega mikill bóhem 24. júlí 2006 06:30 „Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“. „Ég er afskaplega mikill bóhem, sit á kaffihúsum og les blöð,“ segir Tómas þegar blaðamaður spyr hann hvað hann geri þegar hann fær frí frá tónleikahaldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði aldrei að gera sólóplötu,“ en Tómas hefur þó haslað sér völl sem rithöfundur þar sem hann gaf út bókina Sögur Tómasar frænda á síðasta ári. „Það er von á annarri, það verða miklu svæsnari sögur en áður. Hún seldist í þúsund eintökum þannig að ég ætla að verða miklu svæsnari í næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“ „Við erum svo skynsamir að gera aldrei of mikil plön, við hringjum bara í hvern annan þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu plötu hljómsveitarinnar árið 1975. Í vetur ætlar Tómas að spila með Snillingunum, sem hann segir vera mjög skemmtilegan félagsskap. „Við erum bara að spila í einkasamkvæmum, það er draumur hvers poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta er þægileg innivinna, það er vel borgað og skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með hljómsveitinni í um átta ár. Stuðmenn verða á þremur stöðum um verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“. „Ég er afskaplega mikill bóhem, sit á kaffihúsum og les blöð,“ segir Tómas þegar blaðamaður spyr hann hvað hann geri þegar hann fær frí frá tónleikahaldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði aldrei að gera sólóplötu,“ en Tómas hefur þó haslað sér völl sem rithöfundur þar sem hann gaf út bókina Sögur Tómasar frænda á síðasta ári. „Það er von á annarri, það verða miklu svæsnari sögur en áður. Hún seldist í þúsund eintökum þannig að ég ætla að verða miklu svæsnari í næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“ „Við erum svo skynsamir að gera aldrei of mikil plön, við hringjum bara í hvern annan þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu plötu hljómsveitarinnar árið 1975. Í vetur ætlar Tómas að spila með Snillingunum, sem hann segir vera mjög skemmtilegan félagsskap. „Við erum bara að spila í einkasamkvæmum, það er draumur hvers poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta er þægileg innivinna, það er vel borgað og skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með hljómsveitinni í um átta ár. Stuðmenn verða á þremur stöðum um verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vestmannaeyjum og Reykjavík.
Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira