Evran ekki lausn á hagstjórnarvanda 27. júlí 2006 07:30 Evrur í seðlabúntum Áframhaldandi flotgengisstefna eða upptaka evru eru þeir kostir sem koma fram í skýrslu Viðskiptaráðs. „Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
„Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira