Fjárlögin ekki virt í menntamálunum 11. ágúst 2006 07:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín segist bjartsýn á að hagræðing innan menntamálaráðuneytisins gangi vel á næstu árum. Hún sést hér ræða við blaðamann eftir ríkisstjórnarfund í vikunni. MYND/Hrönn Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“ Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“
Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira