180 farþegar biðu í níu klukkustundir 11. ágúst 2006 07:00 biðin langa Þreyta sótti á suma flugfarþega á meðan þeir biðu eftir því að komast um borð í vél til London. Þessi mynd var tekin skömmu fyrir hádegi og átti fólk þá eftir að bíða dágóða nokkra stund enn. Mynd/víkurfréttir Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu. Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu.
Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira