Það á enginn neitt í pólitík 12. ágúst 2006 08:45 Jónína Bjartmarz „Með brotthvarfi Halldórs eru kaflaskil í sögu flokksins og margir telja eðlilegt að við þessi kaflaskil sé alveg skipt um forystu. Þeir sem þar eru hafa haft til þess fimm ár að axla þá ábyrgð og koma sínum málum fram, og því eðlilegt að nýtt fólk komi til starfa núna.“ MYND/GVA Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segist leggja áherslu á mikla varfærni í umgengni við náttúruna og vill ná víðtækri sátt um hvaða landsvæði verði friðlýst og hvaða auðlindir eigi að nýta. Hún útilokar ekki að tekið verði upp annað skattþrep til að sporna við vaxandi misskiptingu tekna í samfélaginu. Jónína býður sig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþinginu um aðra helgi. Ég held því fram að Framsóknarflokkurinn sé umhverfisvænni flokkur en margir aðrir og það hefur hann sýnt með stefnumótun í þessu ráðuneyti, sem ég stýri,“ segir Jónína Bjartmarz, sem tók við embætti umhverfisráðherra í sumar. „Í fjölmörgum málum sem snerta umhverfismál og náttúruvernd hefur Framsóknarflokkurinn í raun verið í fararbroddi þótt ekki vilji allir viðurkenna það,“ bætir hún við. Hún er ósátt við að Framsóknarflokkurinn sé bendlaður við sérstaka stóriðjustefnu og segir þann áróður runninn undan rifjum stjórnarandstöðunnar. „Stóriðjustefnan er sú mynd sem stjórnarandstaðan hefur leitast við að draga upp af flokknum og það er vissulega kenning sumra í flokknum að þetta sé ástæða þess fylgistaps sem flokkurinn hefur orðið fyrir. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt og ekki rökrétt heldur, því frá því lögum var breytt 2003 eru breytingar á tilhögun orkumála gerðar í meðförum Alþingis, það er þingið allt sem kemur að þessum ákvörðunum eins og ákvörðuninni um virkjun Kárahnjúka.“Búum við fyrirmyndarþjóðfélagJónína hefur ekki sérstakar áhyggjur af stöðu flokksins og lítur björtum augum fram á veginn. „Það er eins í pólitík og í lífi fólks að það ber ekki allt upp á sama dag og ef við lítum yfir lengra tímabil er ljóst að það skiptast á gleði og sorg, vörn og sókn og sigrar og ósigrar, og Framsóknarflokkurinn hefur áður séð það svartara í skoðanakönnunum og kosningum.“Hún segir einhverja flokksmenn kenna stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn um að félagshyggjuhlið Framsóknarflokksins hafi ekki verið nógu sýnileg og enn aðrir kenna því um að sjálfstæðismenn fái einir þakkirnar fyrir þann mikla árangur sem náðst hafi á sviði efnahagsmála og þjóðmálaumbóta almennt. „Stjórnarsamstarfið hefur hins vegar verið gott, árangurinn er mikill, við búum við vaxandi velmegun, auknar ráðstöfunartekjur og við búum á margan hátt við fyrirmyndarþjóðfélag á Íslandi. Framsóknarflokkurinn á ekki hvað síst þátt í því og kannski mestan ef við lítum yfir áratugina.“Útilokar ekki annað skattþrepVaxandi misskipting tekna í samfélaginu hefur verið áberandi umræðuefni síðustu vikurnar, í kjölfar þess að álagningarskrár voru lagðar fram. Jónína tekur undir það að misskiptingin hafi aukist en bendir jafnframt á aukna velmegun og aukinn kaupmátt sem allir hafi sannarlega fundið fyrir. „Ég velti því samt fyrir mér hvernig við eigum að jafna þessa misskiptingu og skattkerfið er ein leið. Spurning hvort ekki megi auka álögur á fyrirtæki og fjármagnseigendur en lækka þær á venjulegt launafólk. Þá vil ég ekki útiloka að við tökum á einhvern hátt upp annað skattþrep og hátekjuskatt á tekjur sem ná þeim fjárhæðum sem venjulegt fólk á erfitt með að skilja sem launatekjur.“Gamli hátekjuskatturinn var hins vegar nýverið afnuminn en um það segir Jónína að hafi verið full samstaða, fyrst og fremst á þeim forsendum að hann bitnaði ekki mest á hátekjufólki sem slíku heldur á ungu fólki sem átti ekki annarra kosta völ en að vinna mikið vegna þungrar greiðslubyrði af húsnæðis- og námslánum og leikskólagjöldum barna sinna. „Slíkur skattur kom gjörsamlega í bakið á þessu fólki, þannig að það þurfti svo sannarlega að gera breytingar á honum,“ segir hún.Eðlilegt að skipta um forystuFramboð Jónínu til embættis varaformanns Framsóknarflokksins beinist að hennar sögn ekki gegn einum né neinum heldur býður hún sig fram sem valkost á eigin forsendum og vegna þess að hún vill taka þátt í nýrri sókn flokksins. „Það á enginn neitt í pólitík. Menn eiga ekki þingsæti, ekki ráðherrastóla og menn eiga ekki forystusæti í stjórnmálaflokkum. Við sækjum umboð okkar til kjósenda með reglulegu millibili.“Hún lítur þannig á að framsóknarmenn standi nú frammi fyrir því að vega og meta hvernig til hafi tekist hjá þeirri forystu sem hefur setið síðastliðin fimm ár. „Ég er einn valkostur og er í raun að segja að nú sé ég tilbúin að taka á mig meiri vinnu, axla meiri ábyrgð, vegna þess að ég lít fyrst og fremst á þetta sem starfsheiti og vinnustöðu, ekki sem heiðurssæti. Með brotthvarfi Halldórs eru kaflaskil í sögu flokksins og margir telja eðlilegt að við þessi kaflaskil sé alveg skipt um forystu. Þeir sem þar eru hafa haft til þess fimm ár að axla þá ábyrgð og koma sínum málum fram, og því eðlilegt að nýtt fólk komi til starfa núna.“Hættir ekki nái hún ekki kjöriJónína segir það vissulega hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson skyldi ekki gefa kost á sér til formennsku í flokknum en segist treysta sér að vinna hvort heldur sem er með Guðna eða Jóni Sigurðssyni og í rauninni með öllum í flokknum. Niðurstaða varaformannskjörsins breyti engu þar um, hver sem hún verði. „Ég get að minnsta kosti sagt að nái ég ekki kjöri þá hætti ég ekki í pólitík eins og Guðni hefur sagt, en ég held reyndar að hann hafi sagt þetta í geðshræringu augnabliksins. Ég gef að minnsta kosti engar slíkar yfirlýsingar. Ég mun eftir sem áður vinna með þeirri forystu sem kosin verður, annað hvort í forystusveitinni eða með henni í að byggja upp fylgi Framsóknarflokksins. Þær fyrirætlanir mínar munu ekkert breytast né metnaður minn fyrir hönd flokksins.“ Pólitíkin óvægnariTiltölulega stutt er síðan Jónína hóf bein afskipti af stjórnmálum og hún er reyndar þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að gera stjórnmál að ævistarfi. „Ég ætla ekki að vera í pólitíkinni fram á grafarbakkann, það er ekki markmið mitt. Mér finnst að störf í stjórnmálum eigi ekki að vera ævistörf, það er eðlilegt að menn komi og fari, afli sér lífsreynslu og starfsreynslu áður en menn fara í pólitík og eigi sér líf eftir hana.“ Hún hefur hins vegar áhyggjur af því að hin pólitíska umræða sé að verða óvægnari og persónulegri. „Það hefur færst í vöxt að vegið sé að fólki úr launsátri á bloggsíðum og þetta er áhyggjuefni gagnvart lýðræðisþróuninni því þetta hefur meiri áhrif á konur en karla, þær veigra sér frekar við því að eiga það á hættu að standa frammi fyrir persónulegum árásum. Þetta er líka áhyggjuefni í ljósi þess markmiðs að konur og karlar starfi hlið við hlið á öllum sviðum samfélagsins og getur orðið til þess að erfiðara og erfiðara verður að fá fólk til starfa í pólitík. Þetta hefur aukist og tilfinning mín er sú að þetta hefur orðið til þess að ákveðið fólk hefur hætt í pólitíkinni og fundið sér annan starfsvettvang, ákveður að setja fjölskyldu sína og önnur áhugamál hærra á forgangslistann og yfirgefa vettvang stjórnmálanna. Þetta er ekki góð þróun,“ segir Jónína. Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segist leggja áherslu á mikla varfærni í umgengni við náttúruna og vill ná víðtækri sátt um hvaða landsvæði verði friðlýst og hvaða auðlindir eigi að nýta. Hún útilokar ekki að tekið verði upp annað skattþrep til að sporna við vaxandi misskiptingu tekna í samfélaginu. Jónína býður sig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþinginu um aðra helgi. Ég held því fram að Framsóknarflokkurinn sé umhverfisvænni flokkur en margir aðrir og það hefur hann sýnt með stefnumótun í þessu ráðuneyti, sem ég stýri,“ segir Jónína Bjartmarz, sem tók við embætti umhverfisráðherra í sumar. „Í fjölmörgum málum sem snerta umhverfismál og náttúruvernd hefur Framsóknarflokkurinn í raun verið í fararbroddi þótt ekki vilji allir viðurkenna það,“ bætir hún við. Hún er ósátt við að Framsóknarflokkurinn sé bendlaður við sérstaka stóriðjustefnu og segir þann áróður runninn undan rifjum stjórnarandstöðunnar. „Stóriðjustefnan er sú mynd sem stjórnarandstaðan hefur leitast við að draga upp af flokknum og það er vissulega kenning sumra í flokknum að þetta sé ástæða þess fylgistaps sem flokkurinn hefur orðið fyrir. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt og ekki rökrétt heldur, því frá því lögum var breytt 2003 eru breytingar á tilhögun orkumála gerðar í meðförum Alþingis, það er þingið allt sem kemur að þessum ákvörðunum eins og ákvörðuninni um virkjun Kárahnjúka.“Búum við fyrirmyndarþjóðfélagJónína hefur ekki sérstakar áhyggjur af stöðu flokksins og lítur björtum augum fram á veginn. „Það er eins í pólitík og í lífi fólks að það ber ekki allt upp á sama dag og ef við lítum yfir lengra tímabil er ljóst að það skiptast á gleði og sorg, vörn og sókn og sigrar og ósigrar, og Framsóknarflokkurinn hefur áður séð það svartara í skoðanakönnunum og kosningum.“Hún segir einhverja flokksmenn kenna stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn um að félagshyggjuhlið Framsóknarflokksins hafi ekki verið nógu sýnileg og enn aðrir kenna því um að sjálfstæðismenn fái einir þakkirnar fyrir þann mikla árangur sem náðst hafi á sviði efnahagsmála og þjóðmálaumbóta almennt. „Stjórnarsamstarfið hefur hins vegar verið gott, árangurinn er mikill, við búum við vaxandi velmegun, auknar ráðstöfunartekjur og við búum á margan hátt við fyrirmyndarþjóðfélag á Íslandi. Framsóknarflokkurinn á ekki hvað síst þátt í því og kannski mestan ef við lítum yfir áratugina.“Útilokar ekki annað skattþrepVaxandi misskipting tekna í samfélaginu hefur verið áberandi umræðuefni síðustu vikurnar, í kjölfar þess að álagningarskrár voru lagðar fram. Jónína tekur undir það að misskiptingin hafi aukist en bendir jafnframt á aukna velmegun og aukinn kaupmátt sem allir hafi sannarlega fundið fyrir. „Ég velti því samt fyrir mér hvernig við eigum að jafna þessa misskiptingu og skattkerfið er ein leið. Spurning hvort ekki megi auka álögur á fyrirtæki og fjármagnseigendur en lækka þær á venjulegt launafólk. Þá vil ég ekki útiloka að við tökum á einhvern hátt upp annað skattþrep og hátekjuskatt á tekjur sem ná þeim fjárhæðum sem venjulegt fólk á erfitt með að skilja sem launatekjur.“Gamli hátekjuskatturinn var hins vegar nýverið afnuminn en um það segir Jónína að hafi verið full samstaða, fyrst og fremst á þeim forsendum að hann bitnaði ekki mest á hátekjufólki sem slíku heldur á ungu fólki sem átti ekki annarra kosta völ en að vinna mikið vegna þungrar greiðslubyrði af húsnæðis- og námslánum og leikskólagjöldum barna sinna. „Slíkur skattur kom gjörsamlega í bakið á þessu fólki, þannig að það þurfti svo sannarlega að gera breytingar á honum,“ segir hún.Eðlilegt að skipta um forystuFramboð Jónínu til embættis varaformanns Framsóknarflokksins beinist að hennar sögn ekki gegn einum né neinum heldur býður hún sig fram sem valkost á eigin forsendum og vegna þess að hún vill taka þátt í nýrri sókn flokksins. „Það á enginn neitt í pólitík. Menn eiga ekki þingsæti, ekki ráðherrastóla og menn eiga ekki forystusæti í stjórnmálaflokkum. Við sækjum umboð okkar til kjósenda með reglulegu millibili.“Hún lítur þannig á að framsóknarmenn standi nú frammi fyrir því að vega og meta hvernig til hafi tekist hjá þeirri forystu sem hefur setið síðastliðin fimm ár. „Ég er einn valkostur og er í raun að segja að nú sé ég tilbúin að taka á mig meiri vinnu, axla meiri ábyrgð, vegna þess að ég lít fyrst og fremst á þetta sem starfsheiti og vinnustöðu, ekki sem heiðurssæti. Með brotthvarfi Halldórs eru kaflaskil í sögu flokksins og margir telja eðlilegt að við þessi kaflaskil sé alveg skipt um forystu. Þeir sem þar eru hafa haft til þess fimm ár að axla þá ábyrgð og koma sínum málum fram, og því eðlilegt að nýtt fólk komi til starfa núna.“Hættir ekki nái hún ekki kjöriJónína segir það vissulega hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson skyldi ekki gefa kost á sér til formennsku í flokknum en segist treysta sér að vinna hvort heldur sem er með Guðna eða Jóni Sigurðssyni og í rauninni með öllum í flokknum. Niðurstaða varaformannskjörsins breyti engu þar um, hver sem hún verði. „Ég get að minnsta kosti sagt að nái ég ekki kjöri þá hætti ég ekki í pólitík eins og Guðni hefur sagt, en ég held reyndar að hann hafi sagt þetta í geðshræringu augnabliksins. Ég gef að minnsta kosti engar slíkar yfirlýsingar. Ég mun eftir sem áður vinna með þeirri forystu sem kosin verður, annað hvort í forystusveitinni eða með henni í að byggja upp fylgi Framsóknarflokksins. Þær fyrirætlanir mínar munu ekkert breytast né metnaður minn fyrir hönd flokksins.“ Pólitíkin óvægnariTiltölulega stutt er síðan Jónína hóf bein afskipti af stjórnmálum og hún er reyndar þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að gera stjórnmál að ævistarfi. „Ég ætla ekki að vera í pólitíkinni fram á grafarbakkann, það er ekki markmið mitt. Mér finnst að störf í stjórnmálum eigi ekki að vera ævistörf, það er eðlilegt að menn komi og fari, afli sér lífsreynslu og starfsreynslu áður en menn fara í pólitík og eigi sér líf eftir hana.“ Hún hefur hins vegar áhyggjur af því að hin pólitíska umræða sé að verða óvægnari og persónulegri. „Það hefur færst í vöxt að vegið sé að fólki úr launsátri á bloggsíðum og þetta er áhyggjuefni gagnvart lýðræðisþróuninni því þetta hefur meiri áhrif á konur en karla, þær veigra sér frekar við því að eiga það á hættu að standa frammi fyrir persónulegum árásum. Þetta er líka áhyggjuefni í ljósi þess markmiðs að konur og karlar starfi hlið við hlið á öllum sviðum samfélagsins og getur orðið til þess að erfiðara og erfiðara verður að fá fólk til starfa í pólitík. Þetta hefur aukist og tilfinning mín er sú að þetta hefur orðið til þess að ákveðið fólk hefur hætt í pólitíkinni og fundið sér annan starfsvettvang, ákveður að setja fjölskyldu sína og önnur áhugamál hærra á forgangslistann og yfirgefa vettvang stjórnmálanna. Þetta er ekki góð þróun,“ segir Jónína.
Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira