Segir bankana okra á viðskiptavinum 14. ágúst 2006 07:30 Fari viðskiptavinur eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetkorti borgar hann 750 krónur í refsigjald. Formaður Neytendasamtakanna segir gjaldið algjörlega út úr öllu korti. Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetreikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heimild hækkar en gjaldskrár bankanna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu. Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. Ætli almenningur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við. Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerðin og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum, segir Einar Georgsson hjá viðskiptabankasviði KB banka. Engar reglur gilda um gjaldskrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu segja hvoruga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvartanir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfirdráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmargir krafist þess að bankarnir endurgreiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstaklinga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti. Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetreikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heimild hækkar en gjaldskrár bankanna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu. Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. Ætli almenningur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við. Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerðin og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum, segir Einar Georgsson hjá viðskiptabankasviði KB banka. Engar reglur gilda um gjaldskrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu segja hvoruga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvartanir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfirdráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmargir krafist þess að bankarnir endurgreiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstaklinga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti.
Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira