Raddir geðsjúkra heyrist 25. ágúst 2006 07:15 Birgir Páll Hjartarson „Markmið okkar er að boða nýjar leiðir í bata fyrir geðsjúka,“ segir Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar Bylting í bata sem haldin var á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem haldin var af Hugarafli, var meðal annars rætt um nýjar og breyttar leiðir í meðferð geðsjúkra og lögð áhersla á að raddir þeirra heyrist í kerfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en aðalfyrirlesari hennar var Judi Chamberlin, sem haldið hefur fyrirlestra um þetta málefni víða um heim. Judi var greind með geðklofa en náði bata með því að nota óhefðbundnar aðferðir. Judi er guðmóðir valdeflingarkerfisins, sem er eins konar leiðbeiningarkerfi fyrir geðsjúka. Lykilþættir valdeflingar eru aðgengi geðsjúka að upplýsingum og úrræðum, vald til ákvarðanatöku, meðvitund um réttindi og efling sjálfsmyndar, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Judi hefðbundnar meðferðir geðsjúkra, sem ganga út á að sjúklingurinn hittir einungis aðra sjúklinga. Í staðinn segir hún mikilvægt að sjúklingurinn hitti einhvern sem er búinn að fara í gegnum allt sjúkdómsferlið og hefur upplifað bata. Birgir segir mikilvægt að auka fjölbreytnina í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og að minnka áhersluna á lyfjanotkun. „Með þessu er ég ekki að segja að lyf séu óþörf en ég tel mikilvægt að horfa á aðrar leiðir í meðferð. Það er alveg ljóst að núverandi meðferðarform er ekki að skila fullnægjandi árangri í bata.“ Þessu til stuðnings nefnir Birgir aukinn lyfjakostnað og fjölgun öryrkja vegna geðsjúkdóma. „Í Hugarafli ræður sjúklingurinn ferðinni í stað þess að vera mataður.“ Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur er einn fyrirlesara ráðstefnunnar, en hún starfar með Hugarafli. Ása sem starfaði á geðdeild LSH í 25 ár segist hafa orðið vör við ákveðnar hindranir í því stóra kerfi. „Í Hugarafli felst ákveðið frelsi og þar eru ekki þeir múrar sem ég fann fyrir á geðdeild LSH. Hugarafl býður einnig upp á fleiri möguleika til að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur.“ Ása segist finna fyrir jákvæðum viðhorfum í Hugarafli en þar eru sjúklingar kallaðir notendur sem er hluti af réttindabaráttu þeirra. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna og voru þátttakendur meðal annars iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk. Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Markmið okkar er að boða nýjar leiðir í bata fyrir geðsjúka,“ segir Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar Bylting í bata sem haldin var á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem haldin var af Hugarafli, var meðal annars rætt um nýjar og breyttar leiðir í meðferð geðsjúkra og lögð áhersla á að raddir þeirra heyrist í kerfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en aðalfyrirlesari hennar var Judi Chamberlin, sem haldið hefur fyrirlestra um þetta málefni víða um heim. Judi var greind með geðklofa en náði bata með því að nota óhefðbundnar aðferðir. Judi er guðmóðir valdeflingarkerfisins, sem er eins konar leiðbeiningarkerfi fyrir geðsjúka. Lykilþættir valdeflingar eru aðgengi geðsjúka að upplýsingum og úrræðum, vald til ákvarðanatöku, meðvitund um réttindi og efling sjálfsmyndar, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Judi hefðbundnar meðferðir geðsjúkra, sem ganga út á að sjúklingurinn hittir einungis aðra sjúklinga. Í staðinn segir hún mikilvægt að sjúklingurinn hitti einhvern sem er búinn að fara í gegnum allt sjúkdómsferlið og hefur upplifað bata. Birgir segir mikilvægt að auka fjölbreytnina í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og að minnka áhersluna á lyfjanotkun. „Með þessu er ég ekki að segja að lyf séu óþörf en ég tel mikilvægt að horfa á aðrar leiðir í meðferð. Það er alveg ljóst að núverandi meðferðarform er ekki að skila fullnægjandi árangri í bata.“ Þessu til stuðnings nefnir Birgir aukinn lyfjakostnað og fjölgun öryrkja vegna geðsjúkdóma. „Í Hugarafli ræður sjúklingurinn ferðinni í stað þess að vera mataður.“ Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur er einn fyrirlesara ráðstefnunnar, en hún starfar með Hugarafli. Ása sem starfaði á geðdeild LSH í 25 ár segist hafa orðið vör við ákveðnar hindranir í því stóra kerfi. „Í Hugarafli felst ákveðið frelsi og þar eru ekki þeir múrar sem ég fann fyrir á geðdeild LSH. Hugarafl býður einnig upp á fleiri möguleika til að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur.“ Ása segist finna fyrir jákvæðum viðhorfum í Hugarafli en þar eru sjúklingar kallaðir notendur sem er hluti af réttindabaráttu þeirra. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna og voru þátttakendur meðal annars iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk.
Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira