Nýr formaður breytir engu 27. ágúst 2006 08:45 10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“ Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“
Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira