Heimsóknarbann: Austurríska leiðin 6. september 2006 06:00 Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli verið að breyta lagaákvæðum um nálgunarbann, til að reyna að ná betri árangri. Aðferðin sem beitt hefur verið er rakin til Austurríkis, en 1997 voru fest í lög þar ákvæði sem heimiluðu lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið og í nánasta umhverfi í tíu daga til þrjá mánuði. Markmiðið var að vernda fórnarlömb ofbeldisins en jafnframt að ná ofbeldismanninum út af heimilinu, sem gæfi þá möguleika á að ná til hans í umhverfi sem hvetti hann til að takast á við ofbeldishneigð sína. Fram að þessu höfðu Austurríkismenn staðið frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa, sem gerðu konur og börn að flóttafólki í eigin landi, á meðan ofbeldismennirnir hreiðruðu áfram um sig á heimilinu, að því er virtist lausir allra mála. Að frumkvæði frjálsra félagasamtaka, sem unnu gegn ofbeldi gegn konum, tókst að búa til sterka samstöðu milli stjórnmálamanna og lögreglu um að fara þessa nýju leið og nú hefur hún breiðst út um Evrópu. Í tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram á síðum Fréttablaðsins tel ég rétt að vekja athygli á frumvarpi um Austurrísku leiðina sem við þingmenn Vinstri-grænna höfum í þrígang lagt fram á Alþingi og munum leggja fram enn á ný í haust. Við teljum frumvarpið vera lið í margháttuðum breytingum, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað svo uppræta megi kynbundið ofbeldi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli verið að breyta lagaákvæðum um nálgunarbann, til að reyna að ná betri árangri. Aðferðin sem beitt hefur verið er rakin til Austurríkis, en 1997 voru fest í lög þar ákvæði sem heimiluðu lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið og í nánasta umhverfi í tíu daga til þrjá mánuði. Markmiðið var að vernda fórnarlömb ofbeldisins en jafnframt að ná ofbeldismanninum út af heimilinu, sem gæfi þá möguleika á að ná til hans í umhverfi sem hvetti hann til að takast á við ofbeldishneigð sína. Fram að þessu höfðu Austurríkismenn staðið frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa, sem gerðu konur og börn að flóttafólki í eigin landi, á meðan ofbeldismennirnir hreiðruðu áfram um sig á heimilinu, að því er virtist lausir allra mála. Að frumkvæði frjálsra félagasamtaka, sem unnu gegn ofbeldi gegn konum, tókst að búa til sterka samstöðu milli stjórnmálamanna og lögreglu um að fara þessa nýju leið og nú hefur hún breiðst út um Evrópu. Í tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram á síðum Fréttablaðsins tel ég rétt að vekja athygli á frumvarpi um Austurrísku leiðina sem við þingmenn Vinstri-grænna höfum í þrígang lagt fram á Alþingi og munum leggja fram enn á ný í haust. Við teljum frumvarpið vera lið í margháttuðum breytingum, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað svo uppræta megi kynbundið ofbeldi á Íslandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar