Margt smátt getur gert kraftaverk 6. september 2006 06:00 Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun