Góð launahækkun hjá forstjóra Ford 6. september 2006 13:41 Tveir forstjórar ford Alan Mulally, verðandi forstjóri Ford, ásamt Bill Ford, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, á blaðamannafundi í síðustu viku. markaðurinn/AP markaðurinn/AP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum forstjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóraskiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir það eitt að taka starfið að sér. Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld. Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og kaupréttarákvæði. Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum bandaríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrirtækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita eftirmanns hans. Viðskipti Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum forstjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóraskiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir það eitt að taka starfið að sér. Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld. Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og kaupréttarákvæði. Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum bandaríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrirtækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita eftirmanns hans.
Viðskipti Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira