Óþarft sérákvæði um heimilisofbeldi 10. september 2006 04:30 Björn Bjarnason vill sjá hver reynslan verður af lagabreytingunum. Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“ Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira