Háar álögur á bjúgaldin í Evrópu 20. september 2006 00:01 Af bananamarkaði Hagnaður Chiquita hefur dregist mikið saman í Evrópu vegna hærri tolla á banana frá S-Ameríku. Mynd/AP Verð á banönum hefur hækkað um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins. Helsta ástæða lækkunarinnar er gott veður og styrking gjaldmiðla í Evrópu gagnvart bandaríkjadal. Þá segir Chiquita að samkeppni á bananamarkaði hafi harðnað talsvert í Evrópu vegna aðgerða framkvæmdastjórnar ESB til að auka samkeppni á evrópskum bananamarkaði auk þess sem tollar á innflutta banana frá Suður-Ameríku til aðildarríkja sambandsins voru hækkaðir talsvert. Aðgerðirnar koma sérstaklega illa niður á Chiquita en fyrirtækið flytur flesta banana sína til annarra landa frá S-Ameríku. Álögur ESB fólu meðal annars í sér að verð á banönum fór úr 76 evrum eða um 6.700 krónum á tonnið í rúmar 15.700 krónur. Við þetta hækkaði kílóverðið og sala á banönum frá Chiquita hefur dregist saman í Evrópu það sem af er árs. Hagnaður fyrirtækisins af öllum vörum á Evrópumarkaði fór sömu leið. Hann nam 45 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,2 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og er það 39 prósenta samdráttur á milli ára. Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Verð á banönum hefur hækkað um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins. Helsta ástæða lækkunarinnar er gott veður og styrking gjaldmiðla í Evrópu gagnvart bandaríkjadal. Þá segir Chiquita að samkeppni á bananamarkaði hafi harðnað talsvert í Evrópu vegna aðgerða framkvæmdastjórnar ESB til að auka samkeppni á evrópskum bananamarkaði auk þess sem tollar á innflutta banana frá Suður-Ameríku til aðildarríkja sambandsins voru hækkaðir talsvert. Aðgerðirnar koma sérstaklega illa niður á Chiquita en fyrirtækið flytur flesta banana sína til annarra landa frá S-Ameríku. Álögur ESB fólu meðal annars í sér að verð á banönum fór úr 76 evrum eða um 6.700 krónum á tonnið í rúmar 15.700 krónur. Við þetta hækkaði kílóverðið og sala á banönum frá Chiquita hefur dregist saman í Evrópu það sem af er árs. Hagnaður fyrirtækisins af öllum vörum á Evrópumarkaði fór sömu leið. Hann nam 45 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,2 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og er það 39 prósenta samdráttur á milli ára.
Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent