Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur 20. september 2006 07:30 Kristján Gunnarsson Formaður Starfsgreinasambandsins, Kristján Gunnarsson, telur líklegt að lífeyrissjóðirnir haldi sínu striki. Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær. Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær.
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira