370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga 20. september 2006 07:15 Kristín Steinarsdóttir og Sigurbjörn Magnússon Segja ólíðandi að fötluð börn séu látin líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga. Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn. Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn.
Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira