Tuttugu sagt upp og útsendingum hætt 23. september 2006 06:00 lokaútsendingin Útsendingum NFS á sérstakri sjónvarpsrás lauk klukkan átta í gærkvöldi. Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir stýrðu seinasta fréttatímanum og kvöddu áhorfendur í lok hans. fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS. Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS.
Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira