Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð 25. september 2006 06:30 Endurkomu Saddams krafist. Síðastliðinn föstudag voru mótmæli í Tíkrit þar sem 3.000 stuðningsmenn Saddams Hussein komu saman. Írakar hafa ekki reynst jafn hrifnir af hernáminu og lýðræðisumbótum eins og sum vestræn stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir. Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverkum. Þvert á móti er beint samhengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu, sem byggir á mati sextán leyniþjónustustofnana bandaríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mótsögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum". Sagt er í skýrslunni að ný kynslóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjölmargar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í málefnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú" víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush-stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal annars: „Eftir árásirnar hinn 11. september eru Bandaríkin og bandamenn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu." Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsluna, en sagði í viðtali við Associated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni. Erlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverkum. Þvert á móti er beint samhengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu, sem byggir á mati sextán leyniþjónustustofnana bandaríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mótsögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum". Sagt er í skýrslunni að ný kynslóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjölmargar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í málefnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú" víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush-stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal annars: „Eftir árásirnar hinn 11. september eru Bandaríkin og bandamenn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu." Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsluna, en sagði í viðtali við Associated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni.
Erlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira