Ofbeldi án refsingar 25. september 2006 05:00 Vændi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga er að refsiákvæði um að stunda vændi er afnumið og lagt er bann við að auglýsa vændi. Báðar breytingarnar eru spor í rétta átt en það vantar mikilvægasta skrefið, sem er að gera kaup á vændi refsivert. Skoðanir fólks eru skiptar um hvaða leið er best að fara, hvort sem fólk er hlynnt vændi eða ekki. Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum viðskiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru andsnúin vændi greinir líka á um leiðir en kvennahreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttarlausa afstöðu, að fara sænsku leiðina. Meirihluti þeirra sem eru seld í vændi og mansal eru konur en flestir kaupenda eru karlar. Kynjavinkillinn er skýr þar sem karlmönnum er í raun tryggður aðgangur að líkömum kvenna og þeirra karla sem lenda neðst í valdapíramídanum. Afleiðingar vændis eru svipaðar afleiðingum kynferðisofbeldis og skömmin og niðurlægingin er hvergi meiri en hjá þeim sem eru í vændi. Þessar manneskjur þarfnast félagslegra úrræða til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Rétt eins og við refsum fólki ekki fyrir sjálfsmorðstilraunir eða aðrar sjálfsmeiðingar heldur réttum þeim hjálparhönd þurfum við að koma eins fram við þau sem eru í vændi. Hvað varðar kaupendur er staðan allt önnur. Hver einasti kaupandi á að vita að hann er að skaða aðra manneskju og beita hana ofbeldi. Kaupandinn á að vita um háa tíðni kynferðisofbeldis í fortíð vændiskvenna, tenginguna við fíkniefni, neyð og mansal. Hann á einnig að vita að ef svo ólíklega vill til að hann lendi á hinni hamingjusömu hóru þá tryggir hann með kaupunum að hamingjan endist ekki lengi þar sem afleiðingarnar verða á endanum eins og í öðru kynferðisofbeldi. Það er því með ólíkindum að samfélag sem kallar sinn samtíma upplýsingaöld nýtir ekki þá þekkingu sem til er með því að gera kaup á vændi refsivert. Höfundur er talskona Femínistafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vændi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga er að refsiákvæði um að stunda vændi er afnumið og lagt er bann við að auglýsa vændi. Báðar breytingarnar eru spor í rétta átt en það vantar mikilvægasta skrefið, sem er að gera kaup á vændi refsivert. Skoðanir fólks eru skiptar um hvaða leið er best að fara, hvort sem fólk er hlynnt vændi eða ekki. Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum viðskiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru andsnúin vændi greinir líka á um leiðir en kvennahreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttarlausa afstöðu, að fara sænsku leiðina. Meirihluti þeirra sem eru seld í vændi og mansal eru konur en flestir kaupenda eru karlar. Kynjavinkillinn er skýr þar sem karlmönnum er í raun tryggður aðgangur að líkömum kvenna og þeirra karla sem lenda neðst í valdapíramídanum. Afleiðingar vændis eru svipaðar afleiðingum kynferðisofbeldis og skömmin og niðurlægingin er hvergi meiri en hjá þeim sem eru í vændi. Þessar manneskjur þarfnast félagslegra úrræða til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Rétt eins og við refsum fólki ekki fyrir sjálfsmorðstilraunir eða aðrar sjálfsmeiðingar heldur réttum þeim hjálparhönd þurfum við að koma eins fram við þau sem eru í vændi. Hvað varðar kaupendur er staðan allt önnur. Hver einasti kaupandi á að vita að hann er að skaða aðra manneskju og beita hana ofbeldi. Kaupandinn á að vita um háa tíðni kynferðisofbeldis í fortíð vændiskvenna, tenginguna við fíkniefni, neyð og mansal. Hann á einnig að vita að ef svo ólíklega vill til að hann lendi á hinni hamingjusömu hóru þá tryggir hann með kaupunum að hamingjan endist ekki lengi þar sem afleiðingarnar verða á endanum eins og í öðru kynferðisofbeldi. Það er því með ólíkindum að samfélag sem kallar sinn samtíma upplýsingaöld nýtir ekki þá þekkingu sem til er með því að gera kaup á vændi refsivert. Höfundur er talskona Femínistafélags Íslands.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar