Bjartsýnt fólk kaupir tónlist 3. október 2006 02:00 pjetur við tónlistar-dvd deildina Líklega besta úrval landsins. MYND/Elma Guðmundsdóttir Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt." Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt."
Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira