Skáru upp í þyngdarleysi 5. október 2006 04:30 Þyngdarlaus uppskurður Vísindamenn fylgdust áhugasamir með læknunum, sem voru bundnir niður. MYND/AP Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringumstæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karlmanns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvubúnað til að skera fólk upp í geimförum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúpar dýfur til að framleiða nær þyngdarleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurðlæknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðran, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víðtækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu læknarnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá. Erlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringumstæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karlmanns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvubúnað til að skera fólk upp í geimförum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúpar dýfur til að framleiða nær þyngdarleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurðlæknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðran, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víðtækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu læknarnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá.
Erlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira