Akureyringar kafsigldu dapra Breiðhyltinga 9. október 2006 07:15 Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í stöðunni 5-5 skildust leiðir og heimamenn tóku að síga fram úr. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt og eftir frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks höfðu þeir yfir 17-9 en með frábærri vörn hrökk markvarslan i gang og Akureyringar skoruðu meðal annars sex mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Munurinn hélst í síðari hálfleiknum, Norðanmenn náðu mest ellefu marka forskoti og það gekk hvorki né rak hjá Breiðhyltingum sem létu skapið algjörlega hlaupa með sig í gönur þar sem þeir eyddu allt of miklu púðri í að kvarta í dómurunum í stað þess að einbeita sér að því að laga laskaðan leik sinn. Þrátt fyrir að slaka örlítið á klónni undir lokin var sigur Akureyringa aldrei í hættu. Samheldnin, með frábæran stuðning áhorfenda á bakvið sig, dreif liðið áfram og liðið hafði að lokum verðskuldaðan níu marka sigur, 33-24. "Ég er ánægður með leikinn í heild sinni en ég hefði viljað enda þetta betur og vinna með meiri mun. Það kom upp ákveðið kæruleysi þegar við vorum komnir með gott forskot en ég er kannski bara svona frekur, maður vill alltaf meira en vissulega er ég ánægður með sigurinn," sagði glaðbeittur Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, áður en hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn. Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í stöðunni 5-5 skildust leiðir og heimamenn tóku að síga fram úr. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt og eftir frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks höfðu þeir yfir 17-9 en með frábærri vörn hrökk markvarslan i gang og Akureyringar skoruðu meðal annars sex mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Munurinn hélst í síðari hálfleiknum, Norðanmenn náðu mest ellefu marka forskoti og það gekk hvorki né rak hjá Breiðhyltingum sem létu skapið algjörlega hlaupa með sig í gönur þar sem þeir eyddu allt of miklu púðri í að kvarta í dómurunum í stað þess að einbeita sér að því að laga laskaðan leik sinn. Þrátt fyrir að slaka örlítið á klónni undir lokin var sigur Akureyringa aldrei í hættu. Samheldnin, með frábæran stuðning áhorfenda á bakvið sig, dreif liðið áfram og liðið hafði að lokum verðskuldaðan níu marka sigur, 33-24. "Ég er ánægður með leikinn í heild sinni en ég hefði viljað enda þetta betur og vinna með meiri mun. Það kom upp ákveðið kæruleysi þegar við vorum komnir með gott forskot en ég er kannski bara svona frekur, maður vill alltaf meira en vissulega er ég ánægður með sigurinn," sagði glaðbeittur Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, áður en hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn.
Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita