Allt verði rannsakað 17. október 2006 07:00 „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“ Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“
Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira