Sannleikur í stað uppspuna Björn Bjarnason skrifar 18. október 2006 05:00 Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Skoðanir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar