Veiðarnar borga sig jafnvel þótt hvalkjötið seljist ekki 19. október 2006 07:15 síðasti hvalurinn Svona var umhorfs þegar síðasti hvalurinn var dreginn á land í Hvalfirði árið 1989. MYND/sveinn þormóðsson „Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International. Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
„Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International.
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira