Paul Watson ætlar að koma með tvö skip til landsins 20. október 2006 03:30 Paul Watson Stofnandi og forseti Sea Shepherd Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga“, í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu. „Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar,“ heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu.“ Það er mörgum Íslendingum í fersku minni þegar útsendarar Sea Shepherd samtakanna sökktu hvalveiðiskipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum, auk þess að stórskemma tækjabúnað í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þessar aðgerðir samtakanna vöktu hörð viðbrögð stjórnvalda og annarra umhverfissamtaka og Grænfriðungar sáu til dæmis ástæðu til að senda Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, bréf, þar sem verknaðurinn var fordæmdur. „Við munum gera þessar ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða,“ fullyrðir Watson. „Við sökktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög um umhverfisvernd séu virt.“ Watson segir að tvö af þremur skipum samtakanna séu í dag nýtt til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suðurhöfum en eitt sé staðsett við Galapagos-eyjar, meðal annars til að koma í veg fyrir hákarlaveiðar. Watson staðfesti það sem kom fram í kanadískum fjölmiðlum fyrir nokkru að hann hyggist kaupa nýtt skip til að bregðast við „umhverfisglæpum eins og þeim sem Íslendingar drýgja“. Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga“, í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu. „Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar,“ heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu.“ Það er mörgum Íslendingum í fersku minni þegar útsendarar Sea Shepherd samtakanna sökktu hvalveiðiskipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum, auk þess að stórskemma tækjabúnað í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þessar aðgerðir samtakanna vöktu hörð viðbrögð stjórnvalda og annarra umhverfissamtaka og Grænfriðungar sáu til dæmis ástæðu til að senda Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, bréf, þar sem verknaðurinn var fordæmdur. „Við munum gera þessar ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða,“ fullyrðir Watson. „Við sökktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög um umhverfisvernd séu virt.“ Watson segir að tvö af þremur skipum samtakanna séu í dag nýtt til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suðurhöfum en eitt sé staðsett við Galapagos-eyjar, meðal annars til að koma í veg fyrir hákarlaveiðar. Watson staðfesti það sem kom fram í kanadískum fjölmiðlum fyrir nokkru að hann hyggist kaupa nýtt skip til að bregðast við „umhverfisglæpum eins og þeim sem Íslendingar drýgja“.
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira