Launamunur milli kynjanna 16 prósent 20. október 2006 06:45 kvennafrídagurinn í fyrra Rannsóknin er eitt af verkefnum félagsmálaráðuneytisins sem talað er um í þingsályktun ríkisstjórnarinnar um jafnréttismál árin 2004 til 2008. Óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast hinn sami nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán prósent, þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun á Íslandi sem Capacent-rannsóknir gerðu fyrir félagsmálaráðuneytið og kynnt var í gær. Sambærileg rannsókn frá árinu 1994 var notuð til samanburðar. Fram kemur að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Hefði þetta að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna sem hefur þó ekki gerst. Heildarlaun karla í fullu starfi samkvæmt rannsókninni nú eru að jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur meðan konur voru með rúmar 325 þúsund krónur eða sem samsvarar 67,6 prósentum af launum karlanna. Nú eru fleiri konur í hópi stjórnenda sem fá aukagreiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og/eða bílastyrks. Ástæðan er talin sú að karlmenn eru nú mun frekar komnir með fastlaunasamninga þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma. Af þeim sem eru með fastlaunasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karlmenn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Það gefur vísbendingu um að í fastlaunasamningum sé búið að festa kynbundinn launamun. Um það bil helmingur karlmanna er með fastlaunasamning en um átján prósent kvenna. Munur á viðhorfi stjórnenda kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar og kváðust konur nú finna fyrir mun meiri hvatningu frá yfirmönnum sínum miðað við rannsóknina frá árinu 1994. Margir stjórnendur töluðu um kynslóðabreytingu meðal kvenna þar sem yngri konur hefðu allt önnur viðhorf en þær eldri. Mætti segja að þær hefðu tileinkað sér karllægari gildi og væru óhræddar við að gera kröfur. Kom þetta fram hjá stjórnendum bæði opinberra stofnana og einkafyrirtækja. Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast hinn sami nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán prósent, þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun á Íslandi sem Capacent-rannsóknir gerðu fyrir félagsmálaráðuneytið og kynnt var í gær. Sambærileg rannsókn frá árinu 1994 var notuð til samanburðar. Fram kemur að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Hefði þetta að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna sem hefur þó ekki gerst. Heildarlaun karla í fullu starfi samkvæmt rannsókninni nú eru að jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur meðan konur voru með rúmar 325 þúsund krónur eða sem samsvarar 67,6 prósentum af launum karlanna. Nú eru fleiri konur í hópi stjórnenda sem fá aukagreiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og/eða bílastyrks. Ástæðan er talin sú að karlmenn eru nú mun frekar komnir með fastlaunasamninga þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma. Af þeim sem eru með fastlaunasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karlmenn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Það gefur vísbendingu um að í fastlaunasamningum sé búið að festa kynbundinn launamun. Um það bil helmingur karlmanna er með fastlaunasamning en um átján prósent kvenna. Munur á viðhorfi stjórnenda kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar og kváðust konur nú finna fyrir mun meiri hvatningu frá yfirmönnum sínum miðað við rannsóknina frá árinu 1994. Margir stjórnendur töluðu um kynslóðabreytingu meðal kvenna þar sem yngri konur hefðu allt önnur viðhorf en þær eldri. Mætti segja að þær hefðu tileinkað sér karllægari gildi og væru óhræddar við að gera kröfur. Kom þetta fram hjá stjórnendum bæði opinberra stofnana og einkafyrirtækja.
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira