Frumvarp um skerðingu eftirlauna æðstu manna 21. október 2006 08:30 Margrét frímannsdóttir Segist hafa beðið nógu lengi eftir þverpólitísku samkomulagi. Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann. Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann.
Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira