Námsgagnastofnun hindrar samkeppni 21. október 2006 08:45 Námsmeyjar lesa námsbækur Samkeppnishindranir á markaðnum má að miklu leyti rekja til lagaumhverfisins að mati Samkeppniseftirlitsins. Lög um Námsgagnastofnun tóku gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga.fréttablaðið/þök Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“ Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“
Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði