Sarunas segir að Virunas sé saklaus 31. október 2006 07:00 Hinir ákærðu Ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að smygla tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í júlí síðastliðnum. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni. Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni.
Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira