Landsbjörg aflar fjár með neyðarkalli 3. nóvember 2006 06:45 Jón Ingi Sigvaldason Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“ Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“
Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira