FH sá aldrei til sólar gegn Val 10. nóvember 2006 06:45 Valsstúlkan Sigurlaug Rúnarsdóttir er hér komin í gegnum FH-vörnina og skorar eitt af tveim mörkum sínum í leiknum. fréttablaðið/valli Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri Sjá meira
Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri Sjá meira