Ævintýralegt ferli hjá Ragnheiði Gröndal 15. nóvember 2006 17:00 ragnheiður gröndal Söngkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, Þjóðlög. Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlgaríu," segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgaríu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hugmyndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm," segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda- Rósu og Allt eins og blómstrið eina, í fallegum útgáfum. Þjóðlög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlgaríu," segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgaríu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hugmyndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm," segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda- Rósu og Allt eins og blómstrið eina, í fallegum útgáfum. Þjóðlög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira