Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum 17. nóvember 2006 00:01 Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega." Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega."
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira