Á lag í bandarískum kántrí-raunveruleikaþætti 18. nóvember 2006 09:30 Gis Jóhannsson. Gafst upp á því að búa í LA og flutti til Nashville. Ferill hans sem kántrýsöngvara tók mikinn kipp við flutningana. Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Angeles en það gekk ekki því umboðsskrifstofan mín er hérna í Nashville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöfunda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjónvarpsstöðin CMT, sem er kántrítónlistarstöð, búin að hafa samband við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angeles alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leikarar en hérna eru allir lagasmiðir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nashville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatnið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað. Menning Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Angeles en það gekk ekki því umboðsskrifstofan mín er hérna í Nashville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöfunda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjónvarpsstöðin CMT, sem er kántrítónlistarstöð, búin að hafa samband við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angeles alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leikarar en hérna eru allir lagasmiðir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nashville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatnið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað.
Menning Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira