Segir Jón Magnússon ekki löglegan flokksmann 18. nóvember 2006 05:45 Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir umræðu síðustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blaðinu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Margrét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltubesefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr samhengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svipaðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfgafólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum löndum. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokksins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst. Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir umræðu síðustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blaðinu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Margrét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltubesefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr samhengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svipaðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfgafólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum löndum. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokksins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst.
Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira