Ávinningurinn af samráði ótvíræður 18. nóvember 2006 08:30 Tankar olíufélaganna Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum fer fram 22. nóvember. fréttablaðið/e.ól Hugmyndir olíufélaganna um að lítill sem enginn ávinningur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til héraðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinargerðinni að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöldum að „lítill sem enginn ávinningur" hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, samkvæmt greinargerð samkeppniseftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt", eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektargreiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini" sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfirvalda". Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verðlagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu." Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúmlega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sækir mál á hendur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar. Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Hugmyndir olíufélaganna um að lítill sem enginn ávinningur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til héraðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinargerðinni að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöldum að „lítill sem enginn ávinningur" hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, samkvæmt greinargerð samkeppniseftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt", eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektargreiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini" sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfirvalda". Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verðlagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu." Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúmlega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sækir mál á hendur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira