Joanna í Undralandi 19. nóvember 2006 13:00 Joanna Newsom snýr aftur með 5 laga plötu sem er ekki hægt að nota annað orð yfir en meistaraverk. Stórbrotnara verk er ekki að finna hjá nútíma tónlistarmönnum. Það er erfitt að lýsa nýjasta hljóðævintýri Joannu Newsom með orðum. Einhvern tímann frá því að hún gaf út síðustu plötu fyrir tveimur árum síðan hefur hún elt hvítu kaninuna ofan í holuna á trénu sem leiddi Lísu til undralands og komið sér vel fyrir þar. Y"s (eða Why"s, eða “afhverju” í fjöldatölu á íslensku) er svo stórbrotið verk að það afvopnar mann algjörlega. Joanna hefur þróast svo miklu lengra tónlistarlega en ég þorði að vona. Hér sýnir hún getu sína með því að blanda saman klassískum tónsmíðum við þá þjóðlagatóna sem einkenndu síðustu plötu, og bætir ofan á poppsönglínum sem Kate Bush myndi drepa fyrir. Platan er heildarverk, ævintýri í 5 hlutum þar sem ekkert lag er undir 7 mínútum að lengd. Það lengsta er 16 mínútur, hér eru engar málamiðlanir gerðar fyrir tónlistarmarkaðinn. Það undarlegasta af öllu er að maður finnur aldrei fyrir lengd laganna þó að þau hafi aldrei nein augljós viðlög eða endurtekningar. Fallegur hörpuleikur og magnaðar strengjaútsetningar Van Dyke Park (sem er líklegast þekktastur fyrir vinnu sína með Brian Wilson og The Beach Boys) eru svo yfirnáttúrulegar að maður er skilinn eftir gapandi eins og smákrakki að horfa á barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu. Joanna hefur líka hlaðað í kringum sig afbragðs vinnukrafti fyrir þessa plötu. Ekki bara meistara Van Dyke Park, heldur sér sjálfur Steve Albini (sem gerði In Utero með Nirvana og BMX með Ensími) um upptökur og Jim O"Rourke (sem var liðsmaður Sonic Youth um tíma) hljóðblandar. Textarnir eru svo saga, en þó að það fylgi textablað með er nokkuð erfitt að fylgjast með söguþræðinum. Sögupersonur eru faróar, fiðrildi, þrestir, birnir, apar og einhverjar stúlkur sem heita Emily og Ursula. Allt þetta er svo sungið með söngrödd sem skilur engan eftir ósnortinn. Hef ekki heyrt fallegri tónlist í langan tíma. Birgir Örn Steinarsson Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Það er erfitt að lýsa nýjasta hljóðævintýri Joannu Newsom með orðum. Einhvern tímann frá því að hún gaf út síðustu plötu fyrir tveimur árum síðan hefur hún elt hvítu kaninuna ofan í holuna á trénu sem leiddi Lísu til undralands og komið sér vel fyrir þar. Y"s (eða Why"s, eða “afhverju” í fjöldatölu á íslensku) er svo stórbrotið verk að það afvopnar mann algjörlega. Joanna hefur þróast svo miklu lengra tónlistarlega en ég þorði að vona. Hér sýnir hún getu sína með því að blanda saman klassískum tónsmíðum við þá þjóðlagatóna sem einkenndu síðustu plötu, og bætir ofan á poppsönglínum sem Kate Bush myndi drepa fyrir. Platan er heildarverk, ævintýri í 5 hlutum þar sem ekkert lag er undir 7 mínútum að lengd. Það lengsta er 16 mínútur, hér eru engar málamiðlanir gerðar fyrir tónlistarmarkaðinn. Það undarlegasta af öllu er að maður finnur aldrei fyrir lengd laganna þó að þau hafi aldrei nein augljós viðlög eða endurtekningar. Fallegur hörpuleikur og magnaðar strengjaútsetningar Van Dyke Park (sem er líklegast þekktastur fyrir vinnu sína með Brian Wilson og The Beach Boys) eru svo yfirnáttúrulegar að maður er skilinn eftir gapandi eins og smákrakki að horfa á barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu. Joanna hefur líka hlaðað í kringum sig afbragðs vinnukrafti fyrir þessa plötu. Ekki bara meistara Van Dyke Park, heldur sér sjálfur Steve Albini (sem gerði In Utero með Nirvana og BMX með Ensími) um upptökur og Jim O"Rourke (sem var liðsmaður Sonic Youth um tíma) hljóðblandar. Textarnir eru svo saga, en þó að það fylgi textablað með er nokkuð erfitt að fylgjast með söguþræðinum. Sögupersonur eru faróar, fiðrildi, þrestir, birnir, apar og einhverjar stúlkur sem heita Emily og Ursula. Allt þetta er svo sungið með söngrödd sem skilur engan eftir ósnortinn. Hef ekki heyrt fallegri tónlist í langan tíma. Birgir Örn Steinarsson
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira