Starfsmenn telja uppsagnir ólöglegar 19. nóvember 2006 08:45 Flugumferðarstjórar og aðrir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið á sér lög. Stjórnvöld eru því ósammála. MYND/Heiða Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins. Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins.
Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira