Leitað að íslenskri Janis Joplin 20. nóvember 2006 13:30 Leikrit um söngkonuna vinsælu verður frumsýnt á Nasa á næstunni. Leit stendur yfir að leikkonum til að fara með hlutverk bandarísku söngkonunnar Janis Joplin í nýju leikriti sem verður frumsýnt á Nasa um áramótin. Leikritið nefnist 27 og fjallar um ævi Janis sem lést úr ofneyslu eiturlyfja árið 1970. Höfundur er Ólafur Haukur Símonarson og leikstjóri er Jóhann Sigurðarson. Til stendur að tvær til þrjár söngkonur muni fara með hlutverk Janis og hefur Andrea Gylfadóttir verið nefnd sem ein af þeim. „Það eru nokkrar búnar að lesa handritið og hafa sýnt þessu gríðarlegan áhuga," segir Jóhann, sem tekur fram að enn eigi eftir að ráða í hlutverkin. „Við fengum yfirlestur hjá forlaginu Nordiska Theater Starck-forlaget og fengum svar um að þetta væri besta „mono-drama" sem þeir hafa lesið í mörg ár," bætir hann við. „Leikritið heitir 27 og byggir það á því að þau dóu öll 27 ára gömul; Janis, Morrison og Hendrix. Þetta er mikil örlagatala." Búast má við skemmtilegu leikriti á Nasa enda eru mörg laga Janis orðin sígild, þar á meðal Mercedes Benz, Me and Bobby McGee, Summertime og Cry Baby. Menning Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leit stendur yfir að leikkonum til að fara með hlutverk bandarísku söngkonunnar Janis Joplin í nýju leikriti sem verður frumsýnt á Nasa um áramótin. Leikritið nefnist 27 og fjallar um ævi Janis sem lést úr ofneyslu eiturlyfja árið 1970. Höfundur er Ólafur Haukur Símonarson og leikstjóri er Jóhann Sigurðarson. Til stendur að tvær til þrjár söngkonur muni fara með hlutverk Janis og hefur Andrea Gylfadóttir verið nefnd sem ein af þeim. „Það eru nokkrar búnar að lesa handritið og hafa sýnt þessu gríðarlegan áhuga," segir Jóhann, sem tekur fram að enn eigi eftir að ráða í hlutverkin. „Við fengum yfirlestur hjá forlaginu Nordiska Theater Starck-forlaget og fengum svar um að þetta væri besta „mono-drama" sem þeir hafa lesið í mörg ár," bætir hann við. „Leikritið heitir 27 og byggir það á því að þau dóu öll 27 ára gömul; Janis, Morrison og Hendrix. Þetta er mikil örlagatala." Búast má við skemmtilegu leikriti á Nasa enda eru mörg laga Janis orðin sígild, þar á meðal Mercedes Benz, Me and Bobby McGee, Summertime og Cry Baby.
Menning Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira