Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla 20. nóvember 2006 07:00 Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær. Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær.
Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira