Algjört bann við botnveiði órökstutt 24. nóvember 2006 03:30 Íslendingar eru mótfallnir því að banna algjörlega botnvörpuveiðar á úthöfunum. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða. Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða.
Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira