Íslendingar vinna mest allra í Evrópu 24. nóvember 2006 01:45 Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant. Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant.
Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira