Tíu milljarða aukning útgjalda 24. nóvember 2006 01:30 Í breytingartillögum fjárlaganefndar að fjárlagafrumvarpi er lagt til að tekjuafgangur ríkissjóðs minnki um sex og hálfan milljarð frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi 2007 sem lagt var fyrir Alþingi í október. Hagfræðingum atvinnulífs og banka líst ekki á blikuna. Í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði rúmum þremum milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir í frumvarpinu frá því í haust og því rúmir 376 milljarðar. Fjárveitingar eru hins vegar auknar og er því gert ráð fyrir því að um níu milljarða króna tekjuafgangur verði í stað 15,5 milljarða. Alls er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs aukist um tæpa tíu milljarða frá því sem gert var ráð fyrir í haust. Mesta aukning fjárveitinga eftir ráðuneytum er til menntamálaráðuneytisins, um 1,7 milljarðar króna. Þá eru fjárheimildir auknar um rúman einn og hálfan milljarð í heilbrigðisráðuneytinu þar sem jafnframt má finna mestu breytinguna á einstökum útgjaldalið frá upphaflega frumvarpinu. Lagt er til að einum milljarði króna verði veitt aukalega til að styrkja rekstrargrunn Landspítala - háskólasjúkrahúss, eins og það er orðað í tillögum fjárlaganefndar. Ástæðan er sögð sú að kostnaður við rekstur spítalans hafi aukist umtalsvert og einnig hafi starfsemi hans aukist. Í aðeins einu ráðuneyti er gert ráð fyrir lægri fjárheimildum í endurskoðaða frumvarpinu, félagsmálaráðuneytinu, þar sem fjárveitingar lækka um rúmar níu hundruð milljónir. Munar þar mestu um bættar horfur á vinnumarkaði, en útgjöld vegna atvinnuleysisbóta miðuðust við 2,3 prósenta atvinnuleysi, en nú er gert ráð fyrir 1,9 prósentum. Útgjöld vegna atvinnuleysistryggingasjóðs lækka því um 820 milljónir.Aukin gjöldEf einstaka útgjaldaliðir eru skoðaðir kemur í ljós að brottför bandaríska hersins munar nokkru. Í kostnað vegna reksturs gömlu hersvæðanna við Keflavíkurflugvöll fara 280 milljónir króna. Landhelgisgæslan fær 230 milljónir aukalega til að efla þyrlusveit sína og öryggismálanefnd forsætisráðuneytisins fær 16 milljónir svo „fjallað verði um öryggi Íslands á breiðum grundvelli".Til starfsemi stjórnmálaflokka fara 130 milljónir, svo þeir megi halda uppi svipaðri starfsemi og þeir gera nú, eftir að þak verður sett á fjárframlög einstaklinga og fyrirtækja. Þá er ætlunin að leggja fram 15 milljónir króna vegna endurnýjunar á fartölvubúnaði þingmanna.Aukaframlag til Háskóla Íslands verður 300 milljónir og Kvikmyndasjóður fær 123 milljónir aukalega frá því sem áður var gert ráð fyrir. Einnig skal 100 milljónum veitt til íslenskukennslu fyrir útlendinga, en færni í málinu er skilyrði fyrir ríkisborgararétti. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands aukast samkvæmt endurskoðuðu frumvarpi um tæpa 141 milljón og framlög til Húsafriðunarsjóðs um 135 milljónir sem deilast niður á rúmlega 40 verkefni.Minna aðhaldNái breytingartillögurnar fram að ganga verður tekjuafgangur ríkissjóðs innan við 1 prósent af vergri landsframleiðslu næsta árs, en í fyrra var hann um 6 prósent. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að breytingarnar endurspegli minna aðhald í ríkisfjármálum„Ójafnvægið og þenslan er mikil í íslenskum þjóðarbúskap um þessar mundir," segir Jón Bjarki og bendir á að 800 milljónir séu dregnar út úr atvinnuleysistryggingasjóði, sem hljóti að þýða að ráð sé gert fyrir áframhaldandi þenslu. Því skjóti skökku við að ríkið auki einnig útgjöld sín.Ótrúverðug kosningafjárlögÍ fjárlagafrumvarpinu er ekkert gert til að taka á kerfisbundinni útgjaldaþenslu ríkissjóðs og nýju breytingartillögurnar miða í sömu átt, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands.Þetta eru kosningafjárlög sem byggja á veikum grunni. Menn leggja meiri áherslu á ásýnd fjárlaganna en innihald og til þess að fá ásættanlegar niðurstöðutölur, beita menn flötum niðurskurði og reiknikúnstum í stað þess að taka á útgjaldavanda ríkissjóðs. Með þeim tillögum sem nú liggja fyrir þingi er verið að auka útgjöld um 9,5 milljarða og draga þannig úr tekjuafgangi. Þetta veldur áhyggjum. Ef ég man rétt þá líkti seðlabankastjóri fjármálaráðherra við jólasvein og mér sýnist á öllu að hann ætli að reyna að standa undir því viðurnefni," segir Ólafur Darri. Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Í breytingartillögum fjárlaganefndar að fjárlagafrumvarpi er lagt til að tekjuafgangur ríkissjóðs minnki um sex og hálfan milljarð frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi 2007 sem lagt var fyrir Alþingi í október. Hagfræðingum atvinnulífs og banka líst ekki á blikuna. Í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði rúmum þremum milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir í frumvarpinu frá því í haust og því rúmir 376 milljarðar. Fjárveitingar eru hins vegar auknar og er því gert ráð fyrir því að um níu milljarða króna tekjuafgangur verði í stað 15,5 milljarða. Alls er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs aukist um tæpa tíu milljarða frá því sem gert var ráð fyrir í haust. Mesta aukning fjárveitinga eftir ráðuneytum er til menntamálaráðuneytisins, um 1,7 milljarðar króna. Þá eru fjárheimildir auknar um rúman einn og hálfan milljarð í heilbrigðisráðuneytinu þar sem jafnframt má finna mestu breytinguna á einstökum útgjaldalið frá upphaflega frumvarpinu. Lagt er til að einum milljarði króna verði veitt aukalega til að styrkja rekstrargrunn Landspítala - háskólasjúkrahúss, eins og það er orðað í tillögum fjárlaganefndar. Ástæðan er sögð sú að kostnaður við rekstur spítalans hafi aukist umtalsvert og einnig hafi starfsemi hans aukist. Í aðeins einu ráðuneyti er gert ráð fyrir lægri fjárheimildum í endurskoðaða frumvarpinu, félagsmálaráðuneytinu, þar sem fjárveitingar lækka um rúmar níu hundruð milljónir. Munar þar mestu um bættar horfur á vinnumarkaði, en útgjöld vegna atvinnuleysisbóta miðuðust við 2,3 prósenta atvinnuleysi, en nú er gert ráð fyrir 1,9 prósentum. Útgjöld vegna atvinnuleysistryggingasjóðs lækka því um 820 milljónir.Aukin gjöldEf einstaka útgjaldaliðir eru skoðaðir kemur í ljós að brottför bandaríska hersins munar nokkru. Í kostnað vegna reksturs gömlu hersvæðanna við Keflavíkurflugvöll fara 280 milljónir króna. Landhelgisgæslan fær 230 milljónir aukalega til að efla þyrlusveit sína og öryggismálanefnd forsætisráðuneytisins fær 16 milljónir svo „fjallað verði um öryggi Íslands á breiðum grundvelli".Til starfsemi stjórnmálaflokka fara 130 milljónir, svo þeir megi halda uppi svipaðri starfsemi og þeir gera nú, eftir að þak verður sett á fjárframlög einstaklinga og fyrirtækja. Þá er ætlunin að leggja fram 15 milljónir króna vegna endurnýjunar á fartölvubúnaði þingmanna.Aukaframlag til Háskóla Íslands verður 300 milljónir og Kvikmyndasjóður fær 123 milljónir aukalega frá því sem áður var gert ráð fyrir. Einnig skal 100 milljónum veitt til íslenskukennslu fyrir útlendinga, en færni í málinu er skilyrði fyrir ríkisborgararétti. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands aukast samkvæmt endurskoðuðu frumvarpi um tæpa 141 milljón og framlög til Húsafriðunarsjóðs um 135 milljónir sem deilast niður á rúmlega 40 verkefni.Minna aðhaldNái breytingartillögurnar fram að ganga verður tekjuafgangur ríkissjóðs innan við 1 prósent af vergri landsframleiðslu næsta árs, en í fyrra var hann um 6 prósent. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að breytingarnar endurspegli minna aðhald í ríkisfjármálum„Ójafnvægið og þenslan er mikil í íslenskum þjóðarbúskap um þessar mundir," segir Jón Bjarki og bendir á að 800 milljónir séu dregnar út úr atvinnuleysistryggingasjóði, sem hljóti að þýða að ráð sé gert fyrir áframhaldandi þenslu. Því skjóti skökku við að ríkið auki einnig útgjöld sín.Ótrúverðug kosningafjárlögÍ fjárlagafrumvarpinu er ekkert gert til að taka á kerfisbundinni útgjaldaþenslu ríkissjóðs og nýju breytingartillögurnar miða í sömu átt, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands.Þetta eru kosningafjárlög sem byggja á veikum grunni. Menn leggja meiri áherslu á ásýnd fjárlaganna en innihald og til þess að fá ásættanlegar niðurstöðutölur, beita menn flötum niðurskurði og reiknikúnstum í stað þess að taka á útgjaldavanda ríkissjóðs. Með þeim tillögum sem nú liggja fyrir þingi er verið að auka útgjöld um 9,5 milljarða og draga þannig úr tekjuafgangi. Þetta veldur áhyggjum. Ef ég man rétt þá líkti seðlabankastjóri fjármálaráðherra við jólasvein og mér sýnist á öllu að hann ætli að reyna að standa undir því viðurnefni," segir Ólafur Darri.
Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira