Tíu banaslys á sjö árum rakin til þreytu ökumanns 28. nóvember 2006 06:30 Tíu banaslys á sjö ára tímabili eru rakin til syfju ökumanns. Myndin tengist fréttinni ekki. MYND/Vilhelm Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir . Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir .
Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira