Sérþarfir stjarnanna og stíf gæsla 30. nóvember 2006 16:30 Sissel Kyrkjebo er mjög vinsæl hér á landi og syngur ásamt þeim Ragnhildi Gísladóttur og Eyvör Pálsdóttur. „Við verðum með sérþjálfaða öryggisverði sem gæta stjarnanna og kannski ekki hvað síst Stradivarius-fiðlunnar sem Hjörleifur Valsson spilar á enda metin á nokkrar milljónir,“ segir Samúel Kristjánsson hjá Frost. Fyrirtækið hefur veg og vanda af einhverjum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, Frostrósir: Evrópskar Dívur en þeir verða í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. desember. Í engu verður sparað þegar þær Petula Clark og Sissel Kyrkjebo stíga á sviðið ásamt fjölda annarra söngkvenna því hátt í fimm hundruð starfsmenn koma að þessum tónleikum á einn eða annan hátt. Samúel hefur verið á fleygiferð að undanförnu enda syngja sumar stjörnurnar ekki í hvaða míkrafóna sem er og þá þarf að útvega. „Gríska söngkonan Eleftheria Arvanitaki hefur kannski gert hvað mestu kröfurnar enda er hún ef til vill langvinsælust af þeim öllum þótt við Íslendingar könnumst ekki mikið við hana,“ segir Samúel. Kostnaðurinn við tónleikana er gríðarlegur og nemur veltan í kringum verkefnið um hundrað milljónir. „Sviðsetningin ein kostar í kringum þrjátíu milljónir enda verður þetta að standast alþjóðleg gæði hvað umgjörð varðar,“ segir Samúel en dívurnar syngja síðan í sérstakri sjónvarpsútsendingu frá Hallgrímskirkju sem verður sýnd til fjölda Evrópulanda. Menning Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við verðum með sérþjálfaða öryggisverði sem gæta stjarnanna og kannski ekki hvað síst Stradivarius-fiðlunnar sem Hjörleifur Valsson spilar á enda metin á nokkrar milljónir,“ segir Samúel Kristjánsson hjá Frost. Fyrirtækið hefur veg og vanda af einhverjum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, Frostrósir: Evrópskar Dívur en þeir verða í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. desember. Í engu verður sparað þegar þær Petula Clark og Sissel Kyrkjebo stíga á sviðið ásamt fjölda annarra söngkvenna því hátt í fimm hundruð starfsmenn koma að þessum tónleikum á einn eða annan hátt. Samúel hefur verið á fleygiferð að undanförnu enda syngja sumar stjörnurnar ekki í hvaða míkrafóna sem er og þá þarf að útvega. „Gríska söngkonan Eleftheria Arvanitaki hefur kannski gert hvað mestu kröfurnar enda er hún ef til vill langvinsælust af þeim öllum þótt við Íslendingar könnumst ekki mikið við hana,“ segir Samúel. Kostnaðurinn við tónleikana er gríðarlegur og nemur veltan í kringum verkefnið um hundrað milljónir. „Sviðsetningin ein kostar í kringum þrjátíu milljónir enda verður þetta að standast alþjóðleg gæði hvað umgjörð varðar,“ segir Samúel en dívurnar syngja síðan í sérstakri sjónvarpsútsendingu frá Hallgrímskirkju sem verður sýnd til fjölda Evrópulanda.
Menning Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira